Tékknesk hænsni
hefðbundnar tékkneskar landhænsnategundir
Saga tékkneskra hænsna
Tékknesk hænsni eru gamalla landkyn sem hefur rætur sínar að rekja aftur um aldaraðir. Fyrstu merki um tilvist þeirra eru frá 1205 þegar Valdimar II konungur af Dannmörku fékk flokk af tékkneskum hænsnum í brúðkaupsgjöf vegna giftingar hans og tékknesku prinsessunnar Margrétar af Bóhemíu. Áður voru þeir til í ótal mörgum mismunandi litum en algengasti liturinn var samblanda af villtum lit og gullituðum. Þessir kjúklingar koma af kjúklingum sem voru geymdir á tékknesku yfirráðasvæði fram að miðri 19. öld. Síðan á 19. öld hafa þessir innfæddu kjúklingar blandast saman við innfluttar kjúklingategundir frá öðrum löndum og hreinn stofn þeirra er í útrýmingarhættu.
Þess vegna setti Karel Škoda (fædd 3. febrúar 1862, látin 1. maí 1927) frá Havlíčkův Brod saman flokk úr restinni af frumbyggja tegundinni sem fannst í Bóhemísku hálendunum og á Humpolec svæðinu. Karel Škoda tók tvær tegundir, eina frá hænsnunum frá þorpinu Komorovice og aðra frá hænsnum sem voru tekin af sveitabæ hjá þorpinu Český Šicendorf (sem er núna hluti af þorpinu Stříbrné Hory). 1924-1925 var tegundin frá Komorovice nefnd tékknesk gulbröndótt hænsni og tegundin frá Český Šicendorf nefnd tékknesk Partridge hænsni. Čestmír Sedlák (fæddur 1890, látin 5. júní 1957). Setti saman leifarnar af upprunalegu hænsnunum sem voru varðveittar á Klatovy og Dobříš svæðunum. Báðum tegundunum var svo seinna blandað saman. Tékknesku gulbröndóttu hænsnin voru flokkuð sem efnahagslega mikilvæg dýrategund á árinu 1939. Það voru 3600 hænsni í stjórnaðri ræktun árið 1985. Tékknesku gulbröndóttu hænsnin voru flokkuð sem erfðaauðlind árið 1992. Tékkneskum dverghænsni var búin til í kringum 20. öldina.
Bæheimsskógur hænsnin
Upprunalegu bæheimsskógur hænsnin voru af gamallri landkyn sem var aðallega varðveitt í fjallagörðum Bóhemíska skógarins (sem er í Tékklandi kallaður bæheimsskógur). Það er líklegt að tegundin hafi komið af nokkrum svæðisbundnum Tékkneskum hænsnum. Því miður útrýmdust upprunalegu bæheimsskógur hænsnin. Nútímasagan af þessari tegund hefst eftir 1945. Þegar ný tegund var búin til voru hænsni sem líktust mest upprunalegu bæheimsskógur hænsnunum sérvalin frá Vimperk og Kašperské Hory svæðinu. Þessum hænsnum var blandað við nokkrar tegundir af miðlungsstórum hænsnategundum eins og Rhode Island, Wyandotte, Plymouth Rock, New Hampshire og seinna við tékkneska kjúklinga. Niðurstöður ræktunarinnar er nú þekkt sem nútíma bæheimsskógur tegundin, sem er öðruvísi heldur en sú upprunalega. Bæheimsskógur hænsnin eru aðeins varðveitt í gulbröndóttu með smá svörtu yfir líkamanum og taglinu.